Í aðalskipulagssjá er stafrænt aðalskipulag sveitarfélaga birt eins og það er í gildi á hverjum tíma. Unnt er að smella á breytingarsaga á tækjastiku til að sjá breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagstímabilinu, fyrir hvert sveitarfélag.
Uppruni gagna og nákvæmni þeirra eru af misjöfnum toga og má í grófum dráttum skipta í 2 flokka:
Í þeim tilvikum sem aðalskipulag var dregið upp af útprentuðum staðfestum uppdráttum var lögð áhersla á að fá góða yfirsýn yfir alla megin landnotkunarflokka. Í viðkomandi sveitarfélögum innihalda þekjurnar því aðeins landnotkunarflokka, aðra en vötn ár og sjó, helstu takmarkanir á landnotkun ásamt göngu-, hjóla-, og reiðleiðir. Gögnin voru ekki að öllu leyti unnin í samræmi við það sem sett er fram í gagnalýsingu. Í viðkomandi þekjum eru eftirtalin atriði því ekki hluti af stafrænum gögnum:
Stafræn gögn eru ekki tæmandi heimild fyrir stefnumörkun í aðalskipulagi. Í greinargerð aðalskipulags er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Þar koma fram ýmsar upplýsingar sem ekki rúmast í stafrænu aðalskipulagi. Því er mikilvægt að skoða sértæk ákvæði sem gilda um hvern reit með hliðsjón af almennum ákvæðum sem birt eru í greinargerð aðalskipulags sem og annarri almennri stefnumótun sem þar er sett fram.
Þar sem landnotkun sem táknuð er með punkti liggur ofan á annarri landnotkun sem skilgreind er sem fláki, gildir sú landnotkun sem punkturinn tilheyrir.
Miðlun aðalskipulags á stafrænu formi, í aðalskipulagssjá, gefur færi á að skoða afmörkun reita í öðrum mælikvörðum en þeim sem aðalskipulagsuppdráttur er staðfestur í. Túlkun landfræðilegra afmarkana skal þó ávallt taka mið af þeim mælikvarða sem staðfestur skipulagsuppdráttur er settur fram í.
Smellið hér til að sjá gagnalýsingu stafræns skipulags
Virkni Aðalskipulagssjár er í þróun og stöðugt er unnið að uppfærslu og viðhaldi þeirra skipulagsgagna sem birtast.
Stafræn gögn eru ekki tæmandi heimild fyrir stefnumörkun í aðalskipulagi. Því er mikilvægt að skoða sértæk ákvæði sem gilda um hvern reit með hliðsjón af almennum ákvæðum sem birt eru í greinargerð aðalskipulags.
Það er ávallt staðfest, undirritað aðalskipulag, skipulagsuppdráttur í réttum mælikvarða og skipulagsgreinargerð, sem er hin endanlega heimild um stefnu og skipulagsákvæði aðalskipulags. Komi upp vafamál eða ágreiningur um túlkun aðalskipulags á stafrænu formi eða ef misræmi er á milli stafrænna gagna og staðfestra gagna aðalskipulags, gilda staðfest aðalskipulagsgögn.
Nánar um gögnin