Aðalskipulag Deiliskipulag

Aðal- og deiliskipulagssjáin er í þróun og stöðugt er unnið að uppfærslu og viðhaldi þeirra skipulagsgagna sem birtast.

Stafræn gögn eru ekki tæmandi heimild fyrir stefnumörkun í aðalskipulagi. Því er mikilvægt að skoða sértæk ákvæði sem gilda um hvern reit með hliðsjón af almennum ákvæðum sem birt eru í greinargerð aðalskipulags.

Það er ávallt staðfest, undirritað aðalskipulag, skipulagsuppdráttur í réttum mælikvarða og skipulagsgreinargerð, sem er hin endanlega heimild um stefnu og skipulagsákvæði aðalskipulags. Komi upp vafamál eða ágreiningur um túlkun aðalskipulags á stafrænu formi eða ef misræmi er á milli stafrænna gagna og staðfestra gagna aðalskipulags, gilda staðfest aðalskipulagsgögn.

Stafræn deiliskipulagsgögn sem bárust Skipulagsstofnun fyrir 1. janúar 2025 fylgja ekki gagnatilhögun sem kynnt er í gagnalýsingu og innihalda eingöngu deiliskipulagsmörk. Nákvæmni gagnanna var ekki skráð og því er nauðsynlegt að hafa skipulagsuppdrætti til hliðsjónar við túlkun þeirra. Gögnin eru ekki tæmandi heimild fyrir skilmála í deiliskipulagi.

Komi upp vafamál eða ágreiningur um túlkun deiliskipulags á stafrænu formi, eða ef misræmi er á milli stafrænna gagna og samþykktra gagna deiliskipulags, gilda samþykkt deiliskipulagsgögn, þ.e. útprentaður samþykktur skipulagsuppdráttur í réttum mælikvarða og skipulagsgreinargerð.

Nánar um gögnin

Hef lesið fyrirvara - áfram í kortasjá