Í þessari vefsjá er birtur skipulagsuppdráttur fyrir Strandsvæðisskipulag Vestfjarða og Austfjarða sem staðfest hefur verið af ráðherra. Hér koma fram upplýsingar um stefnumörkun og afmörkun skilgreindra nýtingarflokka. Stafræn gögn eru ekki tæmandi heimild fyrir stefnumörkun í strandsvæðisskipulagi. Því er mikilvægt að skoða almenn og sértæk ákvæði sem gilda um hvern reit með hliðsjón af þeirri stefnu sem sem birt er í greinargerð strandsvæðisskipulags.

Það er ávallt staðfest, undirritað strandsvæðisskipulag, skipulagsuppdráttur í réttum mælikvarða og skipulagsgreinargerð, sem er hin endanlega heimild um stefnu og skipulagsákvæði strandsvæðisskipulagsins. Komi upp vafamál eða ágreiningur um túlkun strandsvæðisskipulags á stafrænu formi eða ef misræmi er á milli stafrænna gagna og staðfestra gagna strandsvæðisskipulags, gilda staðfest strandsvæðisskipulagsgögn.

Nánar um gögnin

Hef lesið fyrirvara - áfram í kortasjá