Í þessari vefsjá eru birtir skipulagsuppdrættir fyrir Strandsvæðisskipulag Vestfjarða og Austfjarða sem ráðherra hefur staðfest. Birtar eru upplýsingar um stefnumörkun og afmörkun skilgreindra nýtingarflokka strandsvæðisskipulags. Stafræn gögn eru ekki tæmandi heimild fyrir stefnumörkun í strandsvæðisskipulagi. Því er mikilvægt að skoða almenn og sértæk ákvæði sem gilda um hvern reit með hliðsjón af þeirri stefnu sem birt er í greinargerð strandsvæðisskipulags.
Vefsjáin birtir einnig upplýsingar um útgefin leyfi utan netlaga í samræmi við 8. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða, og byggja þær upplýsingar á gögnum þeirra stofnanna sem veita leyfin. Leyfin eru sett fram sem punktaþekja og sýna grófa staðsetningu leyfa, þ.e. miðpunkt. Frekari upplýsingar um leyfin og nákvæmari afmörkun má nálgast hjá viðkomandi leyfisveitendum.
Það er ávallt staðfest, undirritað strandsvæðisskipulag, skipulagsuppdráttur í réttum mælikvarða og skipulagsgreinargerð, sem er hin endanlega heimild um stefnu og skipulagsákvæði strandsvæðisskipulagsins. Komi upp vafamál eða ágreiningur um túlkun strandsvæðisskipulags á stafrænu formi eða ef misræmi er á milli stafrænna gagna og staðfestra gagna strandsvæðisskipulags, gilda staðfest strandsvæðisskipulagsgögn.
Miðlun strandsvæðisskipulags á stafrænu formi, í Strandsvæðisskipulagssjá, gefur færi á að skoða afmörkun reita í öðrum mælikvörðum en þeim sem strandsvæðisskipulagsuppdráttur er staðfestur í. Túlkun á legu og afmörkun reita miðast við hvað greina má við lestur á útprentuðum skipulagsuppdrætti í mkv. 1:100.000. Fyrirvari er gerður um mörk strandsvæðisskipulags þar sem mörk netlaga eru óviss.
Með því að smella á einstaka skipulagsreiti á vefsjánni er hægt að kalla fram frekari upplýsingar, m.a. lýsing á reit, sértæk ákvæði ásamt þeim almennu ákvæðum sem tilheyra hverjum nýtingarflokki og fleira. Í tólastiku hægra megin er m.a. hægt að sjá skýringar á þekjum, teikna eftir hnitum og hala niður gögnum. Með því að smella á tákn fyrir mismunandi leyfi er hægt að fá helstu upplýsingar um leyfin, m.a. tegund þeirra, viðfangsefni og leyfishafa. Punktaþekja fyrir leyfi er ekki hægt að hala niður, en frekari upplýsingar um leyfin er hægt að nálgast hjá þeim stofnunum sem veita þau.
Nánari upplýsingar um strandsvæðisskipulag s.s. greinargerðir, uppdrætti og umhverfismatsskýrslur má sjá á vefnum hafskipulag.is
Strandsvæðisskipulag | |
File Geodatabase: | Sækja skrá |
---|
Í þessari vefsjá er birtur skipulagsuppdráttur fyrir Strandsvæðisskipulag Vestfjarða og Austfjarða sem staðfest hefur verið af ráðherra. Hér koma fram upplýsingar um stefnumörkun og afmörkun skilgreindra nýtingarflokka. Stafræn gögn eru ekki tæmandi heimild fyrir stefnumörkun í strandsvæðisskipulagi. Því er mikilvægt að skoða almenn og sértæk ákvæði sem gilda um hvern reit með hliðsjón af þeirri stefnu sem birt er í greinargerð strandsvæðisskipulags.
Vefsjáin birtir einnig upplýsingar um útgefin leyfi utan netlaga í samræmi við 8. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða, og byggja þær upplýsingar á gögnum þeirra stofnanna sem veita leyfin. Leyfin eru sett fram sem punktaþekja og sýna grófa staðsetningu leyfa, þ.e. miðpunkt. Frekari upplýsingar um leyfin og nákvæmari afmörkun má nálgast hjá viðkomandi leyfisveitendum.
Það er ávallt staðfest, undirritað strandsvæðisskipulag, skipulagsuppdráttur í réttum mælikvarða og skipulagsgreinargerð, sem er hin endanlega heimild um stefnu og skipulagsákvæði strandsvæðisskipulagsins. Komi upp vafamál eða ágreiningur um túlkun strandsvæðisskipulags á stafrænu formi eða ef misræmi er á milli stafrænna gagna og staðfestra gagna strandsvæðisskipulags, gilda staðfest strandsvæðisskipulagsgögn.
Nánar um gögnin