description:
|
<DIV STYLE="text-align:Left;font-size:12pt"><DIV><P><SPAN>Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu. Hún felur í sér stefnu ríkisins um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum og leggur grundvöll fyrir gerð strandsvæðisskipulags</SPAN></P><P><SPAN /></P><P><SPAN>Viðfangsefni stefnunnar geta varðað starfsemi á haf- og strandsvæðum, svo sem orkuvinnslu, eldi og ræktun nytjastofna, efnistöku, umferð og ferðaþjónustu. Hún fjallar einnig um vernd haf- og strandsvæða sem og náttúruvá og útivist. Stefna um skipulag á haf- og strandsvæðum nær til haf- og strandsvæða út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar.</SPAN></P><P><SPAN /></P><P><SPAN>Í landsskipulagsstefnu er tekin ákvörðun um á hvaða svæðum skuli vinna strandsvæðisskipulag og hafa forgang þau strandsvæði þar sem brýnt þykir að samþætta ólíka nýtingu og verndarsjónarmið.</SPAN></P><P><SPAN /></P><P><SPAN>Mælt er fyrir um gerð stefnu um skipulag haf- og strandsvæða í 7. og 9. grein laga um skipulag haf- og strandsvæða.</SPAN></P></DIV></DIV> |